Tegundir fjárgerninga og verð þeirra

CFD hlutabréfa-/verðbréfasamningar fyrir Google, Vodafone, Barclays, Nokia, BMW, osfrv.

CFD verðbréfasamningar hjá Plus500 gera þér kleift að kaupa og selja virkustu hlutabréf heims með CFD samningum. Samningsverð á einum CFD verðbréfasamningi hjá Plus500 jafngildir skráðu verði í sentum. Til dæmis, ef CFD samningur Google er í viðskiptum á 490.23 USD, er verð eins Google CFD samnings á 490.23 USD. Fyrir það sem samsvarar 5% af tryggingarfé getur þú unnið 20 falda áhættuskuldbindingu á virkustu hlutabréfum heims sem gerð eru viðskipti með á verðbréfamörkuðum um allan heim.

Viðskipti með CFD samninga fyrir vísitölur - S&P 500, UK 100, Germany 30 osfrv.

Þú getur stundað viðskipti með mikilvægustu fjármagnsvísitölur heims hjá Plus500. Samningsverð á einum CFD samningi fyrir vísitölur jafngildir verðinu sem skráð er í gjaldeyri vísitölunnar. Til dæmis, ef CFD samningur fyrir DIJA er í viðskiptum á USD13,805.56, þá er verð eins CFD samnings fyrir DIJA USD13,805.56. Fyrir þá upphæð sem jafngildir 0,3% af tryggingarfé getur þú allt að 300 faldað áhættuskuldbindingu á mikilvægustu fjármagnsvísitölunum.

Viðskipti með erlenda gjaldmiðla - EUR/USD, EUR/GBP, USD/JPY osfrv.

Stundaðu viðskipti með ein helstu gjaldmiðlapör heims hjá Plus500. Samningsverð á einum CFD samningi fyrir gjaldeyri jafngildir hundraðföldu verði sem skráð er í gjaldeyri seinni gjaldmiðilsins. Þannig að ef að CFD samningur fyrir gjaldmiðlaparið AUD/USD er í viðskiptum á 0.9450, þá mun verðgildi á einum CFD samningi fyrir AUD/USD gjaldmiðlaparið vera USD94.50 eða AUD100. Með því að leggja fram upphæð sem jafngildir 0,3% af tryggingarfé getur þú allt að 300 faldað áhættuskuldbindingu á mikilvægustu gjaldmiðlapörunum.

CFD hrávörusamningar – Hráolía, gull, silfur osfrv.

Helstu hrávörur heims eru til í viðskiptum hjá Plus500. Samningsverð á einum CFD hrávörusamningi jafngildir verðinu sem skráð er í gjaldeyri hrávörunnar. Þ.a.l. ef CFD gullsamningur er í viðskiptum á USD786.40, þá er verðgildi eins CFD gullsamnings USD786.40 (eða jafngildi einnar gullvogar). Með því að leggja fram upphæð sem jafngildir 0,7% af tryggingarfé getur þú allt að 152 faldað áhættuskuldbindingu á helstu hrávörunum.

Verðlagning

Plus500 notar rauntímaverð frá markaði sem miðlar viðeigandi fjárgerningi. Lágu iðgjaldi er bætt við meðalverð markaðsins til að ná upp að verðbili markaðsins. Hægt er að finna upplýsingar um iðgjald í upplýsingaflipum fjárgerninganna á viðskiptaverkvangnum.