Söluhagnaður

Skuldsetning

Orðið skuldsetning er notað þegar lítil verðbreyting á undirliggjandi eign fyrir CFD-samning verður að meiri verðbreytingu sem gerir það að verkum að CFD-samningurinn veitir "hraðari" arð. "10%" skuldsetning (eða 1:10) þýðir að ef verð undirliggjandi eignar breytist um 1%, mun verð CFD-samningsins breytast um 10%. Á viðskiptaverkvanginum er hægt að sjá skuldsetningu hvers fjárgernings á tenglinum "upplýsingar" hjá hverjum CFD-samningi. Skuldsetning, sem stundum er kölluð "vogun" sem getur miklað gróða, getur einnig miklað tap.

Vinsamlegast athugið að þeim mun hærri sem skuldsetningin er, þeim mun meiri áhrif munu litlar verðbreytingar hafa og þetta getur haft veruleg áhrif á tryggingarfé.

Framlegðarbeiðni

Viðhaldsmörk er sú lágmarksupphæð eigin fjár sem viðskiptavinur þarf að hafa til að geta viðhaldið opinni stöðu. Falli eigið fé þitt undir lágmarksupphæðina mun Plus500 sjálfkrafa framkvæma viðhaldsmarkasölu og loka öllum opnum stöðum þar til eigið fé á reikningi þínum verður meira en viðhaldsmörk sem krafist er.

Í sumum tilvikum mun Framlegðarbeiðni ekki vera framkvæmd ef Lágmarksfjármagn fer undir Viðmiðunarmörk. Þetta er til þess að Plus500  geti gefið þeir auka tíma til þess að heimila  það að lagt verði inn aukið fjármagn eða að stöðunni verði lokað af reikningshafa. Ef stöðunni hefur ekki verið lokað við lok þessa tímabils og það hefur ekki verið lagt  aukið fjármagn inn á reikninginn,  verður stöðunni eða stöðunum lokað á því verði sem er aðgengilegt í okkar kerfi á þeim tíma.

Dæmi um tilfelli framlegðarbeiðni:

Þú skráðir þig inn og borgaðir $600 með kreditkorti

 • Innistæða: $600 (Innborganir - Úttektir + G&T á lokuðum tilboðum)
 • Handbær innistæða: $600 (Innistæða + G&T á opnum tilboðum - tryggingarfé)
 • G&T = $0 (Heildargróði og -tap á öllum opnum tilboðum að daglegum framlögum meðtöldum)
 • Fjármagn: $600 (Innistæða + G&T á opnum tilboðum)

Kl. 11.30 - þú kaupir Google hlutabréf (CFD samningar) á $540.00
Heildarupphæð sem þú keyptir er: 10*$540.00 = $5400
Tryggingarfé sem krafist er fyrir 10 Google hlutabréf er 10%: $540
Viðhaldsmörk sem krafist er fyrir 10 Google hlutabréf er 5%: $270

Ef fjármagn þitt fer niður fyrir $270 munt þú fá framlegðarbeiðni.
Plus500 mun gera upp opnu tilboðin þín.

 • Innistæða: $600.
 • Handbær innistæða eftir kaup á Google hlutabréfum er: $60 ($600 - 10%*$5400)
 • G&T = $0
 • Fjármagn: $600 ($600 + $0)

Kl. 12.15 - Google hlutabréf fara niður í $520

 • Innistæða: $600
 • Handbær innistæða: $0 ($600 - 10%*$5400 + 10*($520-$540))
 • G&T = -$200 (10*$520 - 10*$540)
 • 'Fjármunir' eru $400 (-$200 + $600)

Kl. 13.10 - Google hlutabréf fara niður í $490. Þú færð framlegðarbeiðni og Plus500 gerir upp tilboðið þitt.

 • Innistæða: $600
 • Handbær innistæða: $0 ($600 - 10%*$5400 + 10*($490-$540))
 • P&L = -$500 (10*$490 - 10*$540)
 • Fjármagn: $100 (-$500 + $600)

Ástæðan fyrir framlegðarbeiðninni er að fjármagn þitt er $100 og þú þarft að hafa $270 til að viðhalda opnu tilboði á 10 Google hlutabréfum. Þess vegna gerði Plus500 upp tilboðið þitt. Núgildandi innistæða þín er:

 • Innistæða: $100 (Innistæðan breytist einungis þegar tilboði er lokað eða peningar teknir út).
 • Handbær innistæða: $100 (Innborganir - Úttektir + G&T á lokuðum tilboðum)
 • G&T = $0 (engin opin tilboð)
 • Fjármagn: $100 (Innistæða + G&T á opnum tilboðum)

Tryggingarfé

Til að opna nýtt tilboð verður handbært fjármagn að vera meira en upphaflegt tryggingarfé. Umbeðið tryggingarfé er í samræmi við hvern og einn fjárgerning.

Til að sjá tryggingarfjárupphæð fyrir ákveðinn fjárgerning skaltu fara í aðalskjámyndina á Plus500 verkvanginum, velja fjárgerninginn sem þú vilt sjá og smella á 'Upplýsingar' lengst til hægri á skjánum. Sprettigluggi mun birtast og upphæð tryggingafjár er sýnd efst í hægra horni gluggans.

Viðhaldsmörk

Til að viðhalda nýju tilboði opnu, verður þú að fulltryggja að handbært fjármagn sé yfir viðhaldsmörkum. Umbeðin viðhaldsmörk eru í samræmi við hvern og einn fjárgerning.

Til að sjá viðhaldsmörk fyrir ákveðinn fjárgerning skaltu fara í aðalskjámyndina á Plus500 verkvanginum, velja fjárgerninginn sem þú vilt sjá og smella á 'Upplýsingar' lengst til hægri á skjánum. Sprettigluggi mun birtast og upphæð viðhaldsmarka er sýnd efst í hægra horni gluggans.

Öryggisráðstafanir

Ef aukatryggingarfé er ekki lagt inn, mun tilboðum vera lokað vegna öryggisráðstafana til að koma í veg fyrir að viðskiptavinir verði skuldum vafnir.