Opnun tilboðs

Til að 'fara í langt' smellið á ‘Kaupa’ takkann við hliðina á fjármálatækinu í aðalvalmyndinni.

Sprettigluggi með eftirfarandi skilaboðum mun opnast (reitir geta verið breytilegir eftir því hvaða fjárgerning þú hefur kosið að kaupa):
Upphæð fyrir kaup á gjaldeyri: Sláðu inn fjölda grunneininga/hluta sem þú vilt kaupa.
Hlutafjöldi : Sláðu inn hlutafjöldann sem þú vilt kaupa. Þú þarft einungis að hafa smáprósentu af upphafs verðgildi sem þú ert að bjóða í.
Samningafjöldi vísitala: Sláðu inn samningafjöldann sem þú vilt kaupa. Hver vísitölupunktur hefur að geyma ákveðið virði - yfirleitt 1USD eða 1EUR eftir því á hvaða markaði viðskiptin eru gerð.
Verð lokunar við gróða (Stop Limit): Sláðu inn upphæð 'lokun við gróða' sem þú vilt selja fjárgerninginn á. Þetta er yfirleitt hámarksupphæð sem þú vilt græða á viðskiptum.
Verð lokunar við tap (Stop Limit): Sláðu inn upphæð fyrir 'lokun við tap' sem þú vilt selja fjárgerninginn á. Þetta er yfirleitt hámarksupphæð sem vilt tapa í viðskiptum.

Smelltu á 'Ítarlegt' og tveir valkostir munu birtast:
Raðstöðvun: Stilltu verð lokunar við tap á punktafjöldann fyrir neðan hæsta verð fjárgerningsins. Raðstöðvun er breytileg verðgildisvirkjun sem hjálpar þér að mikla og vernda gróða við verðhækkun og einskorða tap við verðlækkun.
Kaupa einungis þegar verð er (Limit Order-Markgildisfyrirmæli): Stilltu verðið til að kaupa ekki fjárgerninginn nema ef verð hans er hærra eða lægra en verðið sem þú slóst inn.

Til að gera 'skorttilboð' þarftu einungis að smella á hnappinn 'Sala' við hlið fjárgernings í aðalskjámyndinni og fylla út í reitina í sprettiglugganum eins og áður.

Dæmi um opnun á tilboði:
Þú skráðir þig inn og borgaðir $1000 með kreditkorti

 • Innistæða: $1000 (Innborganir - Úttektir + G&T á lokuðum tilboðum)
 • G&T = $0 (Heildargróði og -tap á öllum opnum tilboðum að daglegum framlögum meðtöldum)
 • Handbær innistæða: $1000 (Innistæða + G&T á opnum tilboðum - tryggingarfé)
 • Fjármagn: $1000 (Innistæða + G&T á opnum tilboðum)

Kl. 20:07 - þú smellir á 'Kaup' fyrir olíu sem er í viðskiptum á $60 tunnan:
Skilyrði þín eru:
Fjöldi tunna: 100
Verð lokunar við gróða (close at profit): $64
Verð lokunar við tap (close at loss): $55
Heildarupphæð sem þú keyptir er: 100*$60.00 = $6000
Upphæð tryggingarfjár sem þú þarft að hafa fyrir olíu er 10%: $600
Nauðsynleg viðhaldsmörk til að viðhalda olíutilboði eru 5%: $300

 • Innistæða: $1000
 • G&T = 0 (verðbil á olíu er yfirleitt 5 sent þannig að þú myndir hafa G&T í -$5)
 • Handbær innistæða eftir að þú hefur keypt olíu er: $400 ($1000 - 10%*$6000 = $400)
 • 'Fjármagn': $1000 ($1000 + $0).

Kl. 21:05 - Olíuverð fer upp í $64.

 • Innistæða: $1000
 • G&T: +$400 (100*$64-100*$60)
 • Handbær innistæða: $800 ($1000 - 10%*$6000 + $400 = $800)
 • Fjármagn: $1400 ($1000 + $400).

Kl. 21:15 - Olíuverð fer upp í $66 - áður en gróðafyrirmæli taka gildi.

 • Innistæða: $1000
 • G&T: +$600 (100*$66-100*$60)
 • Handbær innistæða: $1000 ($1000 - 10%*$6000 + $600 = $1000)
 • Fjármagn: $1600 ($1000 + $600).

Kl. 21:15 - Gróðafyrirmælin taka gildi og tilboðinu er lokað. Fjármagn þitt eykst um $600.

 • Innistæða: $1600
 • G&T: 0 (engin opin tilboð)
 • Handbær innistæða: $1600
 • Fjármagn: $1600