Áhættuvörn og tegundir fyrirmæla

Kaup og sala á markaðsverði

Viðskiptavinir geta notað Plus500 til að kaupa og selja CFD-fjárgerninga á núgildandi markaðsverði (innan þeirra verðmarka sem sett eru fyrir tiltekinn fjárgerning). 'Markaðsbil' hvers CFD-fjárgernings er sýnt í kaup/sölu sprettiglugganum sem birtist þegar þú smellir á 'Kaup' eða 'Sala' í aðalskjámyndinni. Mismunandi "tegundir fyrirmæla" eru í boði á viðskiptaverkvangi Plus500 til að auðvelda viðskiptavinum áhættustjórnun. Þessi takmörk eru nauðsynleg ef nettengingin rofnar af einhverjum ástæðum.

Lokun við gróða

Lokun við gróða er góð leið til að vernda gróða þinn ef fjárgerningurinn (gjaldeyrir, hlutabréf, hrávörur eða vísitölur) hækkar. Fyrirmæli um lokun við gróða segja Plus500 að selja fjárgerning þegar og ef hann fer upp í ákveðið verðgildi.

Lokun við tap (Stop loss) – (hámarkstap)

Lokun við tap er góð leið til að vernda þig frá tapi ef fjárgerningurinn (gjaldeyrir, hlutabréf, hrávörur eða vísitölur) lækkar. Fyrirmæli um lokun við tap segja Plus500 að selja fjárgerning þegar og ef hann lækkar í ákveðið verðgildi.

Þegar hlutabréfið er á þessu verði breytast fyrirmælin um lokun við tap í viðskiptafyrirmæli. Viðskiptafyrirmæli segja Plus500 að selja strax á besta mögulega verði. Á óstöðugum markaði getur verið að þú fáir ekki það verð sem þú vildir.

Verndaðu gróða þinn
Fyrirmæli um lokun við tap eru gerð til að vernda gróða þinn á hækkandi bréfum. Þú ákveður á hvaða verði þú vilt loka fjárgerningi og skipar Plus500 að loka tilboðinu ef því verði er náð.

Örugg stöðvun

Með því að setja örugga stöðvun á er sett hámark á mögulegt tap stöðutöku.
Jafnvel þó það komi skyndilegt viðskiptagap á markaðnum verður stöðunni lokað á nákvæmlega því verði sem tilgreint var og engin hætta er á rennsli.
„Örugg stöðvun“ getur einungis verið skráð með sumum verðbréfum, ef örugg stöðvun er leyfileg fyrir verðbréfið muntu sjá gátreit við það.

„Örugg stöðvun“ upplýsingar:

 • Aðeins hægt að setja upp fyrir ný viðskipti og ekki hægt að bæta við núverandi stöðu.
 • Aðeins hægt að virkja/setja af stað þegar verðbréfið er í boði og viðskipti eru með það. Þegar búið er að virkja er ekki hægt að hætta við það, heldur er aðeins hægt að breyta upphæðinni.
 • Aukaálag fyrir “Örugga stöðvun” er ekki endurgreitt eftir að það hefur verið virkjað og er gefið upp áður en “Örugg stöðvun” er samþykkt.
 • Verður að vera ákveðinn munur á stöðvunargengi og núverandi viðskiptagengi verðbréfsins.

Dæmi:
Google SALA/KAUP = $498/$500.
Þú kaupir 10 hluti í Google, segjum að aukaálag fyrir Örugga stöðvun sé $10.
Þú setur örugga stöðvun á 450$.
Google lækkar niður í $400, þú munt hætta í stöðu $450 en ekki í $400.

Með öruggri stöðvun: P&L = $4500 - $5000 - $10 [aukaálag fyrir örugga stöðvun] = -$510
Án öruggrar stöðvunar: P&L = $4000 - $5000 = -$1000

Raðstöðvun

Raðstöðvun gerir miðlurum kleift að gefa viðskiptafyrirmæli við tap. Fyrirmælin eru uppfærð sjálfkrafa til að festa gróðann þegar markaðurinn færist þeim í hagnað. Raðstöðvanir er hægt að gera með því að smella á 'Ítarlegt' hnappinn þegar 'Viðskiptafyrirmæli' eru búin til.

Það eru fjórar leiðir til að gefa fyrirmæli um lokun við tap.

 1. Þú slærð inn verð fyrir raðstöðvun. Til dæmis, ef bréfið þitt selst á $40 stykkið, getur þú sett við það fyrirmæli um raðlokun við tap á $37.50.
 2. Þú slærð in hámarks upphæð á tapi. Plus500 mun reikna út viðeigandi raðstöðvun.
 3. Þú slærð inn punktafjölda frá núgildandi verði. Plus500 mun reikna út viðeigandi verð fyrir lokun við tap.
 4. Þú slærð inn prósentu frá núgildandi verði. Plus500 mun reikna út viðeigandi verð fyrir lokun við tap.

Dæmi um raðstöðvun:
Kl. 12.50 Yahoo viðskipti eru í $45.51/$45.73 (Sala/Kaup)

Kl. 12.50 Þú gefur viðskiptafyrirmæli með 50 punkta raðstöðvun = $0.5 = (-1.1%) til að kaupa 100 Yahoo bréf
Þú kaupir 100 Yahoo bréf á $45.73
Þarafleiðandi mun lokun við tap verða gild þegar Yahoo er selt á $45.01. ($45.51 – $0.5)

Kl 14.05 Verð á Yahoo hækka snögglega og eru á $47.60 stykkið (nýja lokunarverðið breytist í $47.10)

Kl 15.10 Verð á Yahoo halda áfram að hækka og fara upp í $49.75 stykkið (nýja lokunarverðið breytist í $49.25)

Kl. 16.15 Yahoo verð byrja að lækka hratt og fara niður í $42.51. Þar sem lokunarverðið þitt var $49.25, framkvæmdi Plus500 lokun við tap á þessu verði. Lokun við tap framkvæmd.

Yfirlit gróða: 100* ($49.25–$45.73) = $352. (Ef ekki var beðið um raðstöðvun en einungis Lokun við tap hefðir þú orðið fyrir miklu tapi.)

Kaupfyrirmæli

Kaupfyrirmæli eru framkvæmd á þeim tímapunkti þegar markaðsverð nær tilgreindu verði og nýtt tilboð er opnað. Verðið getur verið hærra eða lægra en núgildandi verð.

Til eru fjórar gerðir af kaupfyrirmælum:

 1. Kaup undir þolmörkum: bíddu þar til verðið er lægra en núgildandi verð (notað í kaupum).
 2. Kaup yfir þolmörkum: bíddu þar til verðið er hærra en núgildandi verð (notað í kaupum).
 3. Sala yfir þolmörkum (short): bíddu þar til verðið er hærra en núgildandi verð (notað í sölu).
 4. Sala undir þolmörkum (short): bíddu þar til verðið er lægra en núgildandi verð (notað í sölu).

Til dæmis, ef þú vilt ekki kaupa Google hlutabréf fyrr en verð þeirra fellur í $450 myndirðu gera kaup undir þolmörkum við $450. Ef verðið fellur ekki í það gildi, munu fyrirmælin ekki vera framkvæmd en munu vera yfirstandandi þar til þú hættir við þau.

Til að búa til ný kaupfyrirmæli með Plus500 skaltu einfaldlega:
→ Fara í aðalskjámyndina
→ Smella á 'Kaupa' eða 'Selja'
→ Smella á 'Ítarlegt'
→ Fylla út viðeigandi kaupfyrirmæli
→ Smella á 'Kaupa'

Yfirfærsla

Skjöl sem miðlað er með um framtíðar samninga hafa gildislok. Þegar gildislokum er náð, yfirfærast stöður sjálfkrafa yfir á næsta samning. Dagsetning og tími yfirfærslu er sýnd í hverju skjali.

Þar sem kaup og sölu gengi eru breytileg milli samninga, mun Plus500 lagfæra eigið fé þitt miðað við þennan verðmun. Þetta mun tryggja það að eigið fé þitt breytist ekki og þú tapir/græðir ekki á verðmuninum á milli gamla og nýja samningsins.

Ef nýja verðið er hærra er gamla verðið, munu kaup stöður hljóta neikvæða aðlögun, og sölu stöður jákvæða aðlögun. Hins vegar, ef nýja verðið er lægra en gamla verðið, munu kaup stöður hljóta jákvæða aðlögun, og sölu stöður neikvæða aðlögun.

Að auki, geta stöður verið rukkaðar um eitt verðbil þegar yfirfærsla á sér stað.

Dæmi um yfirfærslu leiðréttingar útreiking:
Þú hefur KAUP stöðu um 100 samninga af Olíu.

Olíu samnings gengi þegar yfirfærsla á sér stað:
Núverandi samnings kaup gengi = $45.30
Núverandi samnings sölu gengi = $45.25
Nýtt samnings kaup gengi = $46.50
Nýtt samnings sölu gengi = $46.45

Leiðréttingar útreikningur:
Sölu Gengis Mismunur = [Nýtt samnings sölu gengi] - [Núverandi samnings sölu gengi] =
$46.45 - $45.25 = $1.2
Kaup virðis leiðrétting = - ([Fjöldi samninga] * [Kaup Gengis Mismunur]) =
- (100 * $1.2) = - $120

Verðbils Leiðrétting = [Fjöldi samninga] * [Nýtt Samnings Verðbil] =
100 * (46.50$-46.45$) = $5
Samtals Kaup Leiðrétting = [Kaup Virðis Leiðrétting] - [Verðbils Leiðrétting] = - $120 - $5 = - $125

Samantekt:
Þú átt áfram sömu stöðu 100 saminga af Olíu.
Þú færð leiðréttingu upp á -$125.
Eigið fé þitt er áfram það sama að undanskildu 5$ verðbilinu.

Reikna út dæmið að ofan fyrir Sölu stöðu
Sölu Gengis Mismunur = [Nýtt kaup gengi samnings] - [Núverandi sölu gengi samnings] =
$46.50 - $45.30 = $1.2
Sölu Virðis Leiðrétting = [Fjöldi Samninga] * [Sölu Gengis Mismunur] =
100 * $1.2 = $120
Verðbils Leiðrétting = [Fjöldi Samninga] * [Nýtt Samnings Verðbil] =
100 * (46.50$-46.45$) = $5
Samtals Sölu Leiðrétting = [Sölu Virðis Leiðrétting] - [Verðbils Leiðrétting] =
$120 - $5 = $115