Viðskipti hjá Plus500

Plus500 viðskiptaverkvangurinn er auðskiljanlegur og auðveldur og býður upp á viðskipti án þóknana eða falinna gjalda. Plus500 fær laun fyrir þjónustu sína í gegnum verðbil á kaup- og sölutilboðum.

Aðalskjámynd hugbúnaðarins sýnir kaup- og söluverð allra fjárgerninga sem boðið er upp á. Þegar fyrirmæli um kaup á fjárgerningi eru gefin mun ítarlegi viðskiptaverkvangurinn gera þér kleift að bæta við viðskiptafyrirmælum við tap (stop loss), gróðamörk (profit limit) eða raðstöðvun (trailing stop) til að þú getir verndað tilboðið þitt - og gróða.

Viðskiptatímar hvers fjárgernings er að finna á upplýsingatengli viðeigandi fjárgernings á viðskiptaverkvanginum.

Dæmi um viðskipti:
Þú skráðir þig inn og borgaðir $5,000 í gegnum Skrill.

 • Innistæða: $5000. (Innborganir - Úttektir + G&T á lokuðum tilboðum)
 • G&T = 0kr. (Heildargróði og -tap á öllum opnum tilboðum að daglegum framlögum meðtöldum)
 • Handbær innistæða: $5000. (Innistæða + G&T á opnum tilboðum - tryggingarfé)
 • Fjármagn: $5000. (Innistæða + G&T á opnum tilboðum).

Þú metur að hlutabréf Google munu lækka innan skamms og ákveður að gera 'skorttilboð' (short) á Google.

17:07 - þú smellir á 'Skorttilboð’ við hliðina á ‘Google’ skuldabréfinu í aðalskjámyndinni, söluverð er $290.
Skilyrði þín eru:
Fjöldi hlutabréfa (CFD samningar): 100
Verð þegar á að loka við gróða (close at profit): $280 (gróði mun vera 100*$10=$1000)
Verð þegar á að loka við tap (close at loss): $310 (tap mun vera 100*$20=$2000)
Heildarupphæð á skorttilboði er: 100*$290 = $29,000.
Upphæð tryggingarfjár sem þú þarft að hafa fyrir Google hlutabréf er 10%: $2900.
Nauðsynleg viðhaldsmörk til að viðhalda Google tilboði eru 5%: $1450.

Staða þín er núna:

 • Innistæða: $5000
 • G&T = 0 (verðbil á Google er yfirleitt 50 sent þannig að þú myndir hafa G&T í -$50)
 • Handbær innistæða eftir sölu Google er: $2,100.
  ($5000 - 10%*$29,000 = $2,100).
 • 'Fjármagn': $5,000 ($5000 + $0).

Kl. 21:05 - Google fer upp í $300.

 • Innistæða: $5000
 • G&T: -$1000 (100*$290 - 100*$300)
 • Handbær innistæða: $1100 ($5000 - 10%*$29,000 -$1000= $1100)
 • Fjármagn: $4000 ($5000 - $1000)

Þú ákveður að stöðva tap og kaupa Google - þú smellir á 'Loka tilboði' í aðalskjámyndinni (nálægt opna tilboðinu).

Kl. 21:05pm - kaupin þín eru gerð á $300. Þú tapaðir $1,000 í viðskiptunum.

 • Innistæða: $4000
 • G&T: 0 (engin opin tilboð)
 • Handbær innistæða: $4000
 • Fjármagn: $4000