Mundu að CFDs eru vogaðar vörur og geta valdið því að þú tapar öllum höfuðstólnum þínum. CFDs viðskipti eiga ekki endilega við þig. Vinsamlega gakktu úr skugga um að þú skiljir alla áhættu sem fylgir viðskiptunum. Vinsamlega skoðaðu Áhættu Birtingar Yfirlýsinguna okkar og Notanda Samkomulagið okkar áður en þú notar þjónusturnar okkar.

Stýrðu vogun á reikningi þínum að eigin óskum

Stýrðu vogun á reikningi þínum að eigin óskum
 • Eigðu viðskipti með vogun sem fellur best að þínum þörfum
 • Þú getur átt viðskipti með hárri eða lágri vogun
 • Næturálag á enn við

Hjá Plus500 getur þú miðlað með lága skuldsetningu, sem fer eftir fyrirfram ákveðinni skuldsetningu sem sett er fyrir hvern fjárgerning, þinni 'Heildar stöðu virði' og ‘Eigin fé.' Þú getur stjórnað 'Eigin fé' þínu með því að leggja inn eða taka út fé. Þú getur stjórnað 'Heildarstöðuvirði' þínu með því að opna eða loka stöðum.
'Heildarstöðuvirði' og 'Eigið fé' þitt má sjá á Reikningsyfirlitssíðunni sem er aðgengileg frá aðalviðskiptaglugganum.

Dæmi:

Ef þú leggur inn $100,000 [eigið fé þitt er $100,000] og kaupir Jarðgas fyrir $100,000, þá eru viðskipti þín með vogunargildið 1 [engin vogun]. Taktu eftir því að þú þarft samt að greiða næturálag fyrir allar stöður sem haldið er yfir nótt.

Ef þú leggur inn $20,000 [eigið fé þitt er $20,000] á Plus500 og kaupir Jarðgas fyrir $200,000, þá eru viðskipti þín með vogunargildið 10. Eins og áður þarftu að borga næturálag fyrir allar stöður sem haldið er yfir nótt.

Ákveða verðbil fyrir 'Lokað í hagnaði' [Mörk] eða 'Lokað við tap' [Stöðvunartap].

Ákveða verðbil fyrir 'Lokað í hagnaði' [Mörk] eða 'Lokað við tap' [Stöðvunartap].
 • Án þóknunar
 • Hjálpar til við að setja fyrirframákveðin mörk

Þú getur ákveðið Stöðvunartap fyrir viðskipti þín annað hvort áður en þú hefur þau eða með því að breyta opinni stöðu. Settu verðbilið nálægt stöðu þinni ef markaðurinn snýst gegn þér. Einfalt stöðvunartap tryggir ekki að stöðu þinni sé lokað í nákvæmlega því verðbili sem þú ákveður. Ef gap verður skyndilega í markaðsverðinu, upp eða niður, framhjá stöðvunargildi þínu, er mögulegt að stöðunni sé lokað í verri verðbilum en þú ákvaðst. Þetta kallast “skrið”.

Dæmi:

Verslað er með Google á verðbilinu $1194 - $1196 (Sala/Kaup)
Þú kaupir 10 hluti í Google.
Þú vilt takmarka mögulegt tap þitt við $1000. [einstaka sinnum gætir þú tapað meiru vegna skriðs]
Þú ákveður að 'Lokað við tap' [Stöðvunartap] verðgildið sé $1096.
Google 'skríður niður' beint í $1094 og svo í $1080.
Stöðu þinni er þá lokað í $1094.
Tap þitt er: 10*(1196 - 1094) = $1020.

Örugg stöðvun

Örugg stöðvun
 • Aukaálag bætist við
 • Takmörk á áhættu þinni
 • Vittu fyrirfram hvert hámarkstap þitt getur verið

Með því að setja örugga stöðvun á viðskipti þín er algjört hámark sett á mögulegt tap þitt. Jafnvel þó að markaðurinn gapi skyndilega verður stöðu þinni lokað í nákvæmlega því verði sem tilgreint var án nokkurrar hættu á skriði.
'Örugg stöðvun' er aðeins möguleg fyrir ákveðin bréf. Ef bréf styður 'Örugga stöðvun' er gátreitur greinilega sýnilegur.
Nánar um 'Örugga stöðvun':
Hægt er að setja hana á ný viðskipti en ekki bæta við eldri stöðu. Örugga stöðvun er eingöngu hægt að nýta sér þegar bréf eru tiltæk og í viðskiptum. Þegar hún hefur verið sett á er ekki hægt að taka hana af, aðeins er hægt að breyta stöðvunarverðinu.
Álagsgjald fyrir 'Örugga stöðvun' er ekki endurgreitt eftir að hún hefur verið sett á en er gefið upp áður en samþykkt er.
Takið eftir að verðið í Öruggri stöðvun þarf að vera í ákveðinni fjarlægð frá því verði sem gildir fyrir bréfin þegar upphafleg viðskipti eiga sér stað.

Dæmi:

Google SELJA/KAUPA = $498/$500.
Þau kaupir 10 hluti í Google, segjum að álagsgjald fyrir Örugga stöðvun sé $10.
Þú ákveður örugga stöðvun í $450.
Google lækkar í $400, þú ert öruggur um að sleppa út í $450 frekar en í $400.

Með örugga stöðvun á 10 hlutum: P&L = $4500 - $5000 - $10 [álagsgjald fyrir örugga stöðvun] = -$510
Án öruggrar stöðvunar: P&L = $4000 - $5000 = -$1000

Verðtilkynningar

Verðtilkynningar
 • Án þóknunar
 • Notað þegar lykilbreytingar verða á markaðnum en heldur stöðu þinni opinni
 • Fáðu tölvupóst, SMS or tilkynningu úr forriti

Veldu verðtilkynningar til að vera látinn vita þegar markaðurinn nær ákveðnu kaup- eða söluverði. Ólíkt stöðvun heldur verðtilkynning stöðu þinni opinni, þannig að þú getur ákveðið hvað til bragðs á að taka þegar hreyfing kemst á markaðinn.
Í Viðskiptabréfalistanum og Upplýsingum um viðskiptabréf er bjöllutákn – ef smellt er á bjölluna opnast 'Verðtilkynningaskjár'.

Dæmi:

Viðskipti með olíu eru í $105 á tunnuna. Þú telur að ef viðskipti með olíu fara niður í $80 sé viðskiptatækifæri.
Þú setur verðtilkynningu fyrir olíu í $80.
Olía fer niður í $78.
Þú færð tölvupóst og SMS þar sem þú ert látinn vita af nýju olíuverði.

Eltistöðvun – lægri hluti stöðu er verndaður sjálfkrafa á meðan efri hlutinn er læstur.

Eltistöðvun – lægri hluti stöðu er verndaður sjálfkrafa á meðan efri hlutinn er læstur.
 • Án þóknunar
 • Festa hagnað
 • Leiðréttir sjálfkrafa 'stöðvunarverð'
 • Ekki tryggt

Eltistöðvun er svipuð og verðmörk þar sem bæði eru hönnuð til að vernda hagnað þinn. Settu eltistöðvun á þegar þú opnar viðskipti þín og hún breytist með hagnaði þínum. Ef markaðurinn vendir sér lokar saða þín í nýju gildi eltistöðvunarinnar, en ekki í því gildi sem þú settir stöðvunina upphaflega í.
Með eltistöðvun festir þú hagnað á meðan þú takmarkar 'neðrihluta'-áhættu, án þess að þurfa að fylgjast sjálfur með stöðu þinni og breyta stöðvunarverðinu handvirkt.

Dæmi:

Viðskipti með Yahoo eru í $45.51/$45.73 (Selja/Kaupa)
Þú leggur inn pöntun með Eltistöðvun í 50 pips = $0.5 = (-1.1%) til að kaupa 100 hluti í Yahoo
Þú kaupir 100 hluti í Yahoo á $45.73
Þar með mun upphaflegt stöðvunartap gilda þegar verða á bréfum í Yahoo er komið niður í $45.01. ($45.51 – $0.5)
Bréfin í Yahoo fara hratt hækkandi og ná $47.60 (nýja Stöðvunarverðið eltir breytinguna í $47.10)
Verðið á Yahoo bréfum heldur áfram að hækka og nær $49.75 (nýja Stöðvunarverðið eltir áfram og breytist í $49.25)
Nú fer verðið á Yahoo bréfum að snúast og lækkar niður í $42.51.[Gáðu að því að eltistöðvun getur snúist gegn þér ef markaðurinn “gapir niður” úr $47.60 og beint niður í $40.]
Þar sem eltistöðvunarverðið var í $49.25 hjá þér, virkjar Plus500 Stöðvunartapið í þessu verði.
Hagnaðarniðurstaða: 100* ($49.25–$45.73) = $352.